Arion banki hagnast um tæpa fjóra milljarða

Benedikt Gíslason bankastjóri Aroin banka.
Benedikt Gíslason bankastjóri Aroin banka.

Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var réttir tæpir fjórir milljarðar króna samanborið við 800 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Arðsemi eig­in fjár var 8,3% á árs­grund­velli.

Hagnaður bank­ans fyrstu níu mánuði árs­ins nem­ur 6,7 millj­örðum króna en var 3,9 millj­arðar sömu mánuði í fyrra. Minni hagnaður er skýrður af nei­kvæðri virðis­breyt­ingu út­lána.

Þetta kem­ur fram í upp­gjöri þriðja árs­fjórðungs hjá Arion banka sem birt var í Kaup­höll nú síðdeg­is.

Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 22% frá áramótum. Heildar eigið fé í lok september nam 192 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019.

Framundan er vetur sem mun einkennast af umtalsverðri óvissu. Við sjáum það t.a.m. á varúðarniðurfærslum í lánasafninu og niðurfærslu á eignum bankans til sölu á þriðja ársfjórðungi. Þetta er einfaldlega sá raunveruleiki sem við búum við þessi misserin. Við munum vinna með viðskiptavinum okkar og gera okkar besta til að styðja við þá í gegnum þetta tímabil,“ er meðal annars haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK