Íslandsbanki hagnast um 3,4 milljarða

mbl.is/Hallur Már

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta á þriðja ársfjórðungi var 3,4 milljarðar króna samanborið við 2,1 milljarð á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 7,4% á ársgrundvelli.

Hagnaður bankans fyrstu níu mánuði ársins nemur 3,2 milljörðum króna en var 6,8 milljarðar sömu mánuði í fyrra. Minni hagnaður er skýrður af neikvæðri virðisbreytingu útlána.

Þetta kem­ur fram í upp­gjöri þriðja árs­fjórðungs hjá Íslandsbanka sem birt var í Kauphöll nú síðdegis.

Útlán til viðskiptavina jukust um 37 milljarða á fjórðungnum þar vegur þyngst aukning húsnæðislána. Innlán viðskiptavina jukust um 17,4 milljarða á fjórðungnum aðallega vegna aukningar í innánum frá einstaklingum og lífeyrissjóðum.

„Árið hefur einkennst af þjónustu og lausnum fyrir okkar viðskiptavini sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum vegna COVID-19 en um 700 viðskiptavinir hafa fengið frystingu á lánum sínum. Í nýrri efnahagsspá er búist við samdrætti á árinu 2020 en að viðsnúningur með jákvæðum hagvexti verði strax á næsta ári. Við munum halda áfram að vera til staðar fyrir okkar viðskiptavini og munum verða þátttakendur í viðspyrnunni með þeim,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK