Chevron tapar milljörðum

Chevron-stöð í Bandaríkjunum.
Chevron-stöð í Bandaríkjunum. FRED PROUSER

Olíurisinn Chevron greindi frá því í morgun að fyrirtækið hefði tapað um 207 milljónum dala í þriðja ársfjórðungi þessa árs, eða nær 30 milljörðum íslenskra króna. Það er umtalsverður viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam um 2,6 milljörðum dala. 

Þrátt fyrir mikið tap er það eilítið minna en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Gengi bréfa fyrirtækisins hafa því hækkað um 3% fyrir opnun markaða. Mest munaði um mikinn samdrátt í tekjum fyrirtækisins en þær drógust saman um 12 milljarða dala. Má rekja það til faraldurs kórónuveiru, en mikið hefur dregið úr olíunotkun síðustu mánuði.

Lægra verð og lakari framlegð

„Niðurstöður þriðja ársfjórðungs er verri en á sama tíma í fyrra. Það er nær eingöngu sökum lægra verðs og lakari framlegðar vegna áhrifa heimsfaraldursins,“ er haft eftir forstjóra fyrirtækisins, Michael K. Wirth. 

„Hagkerfi heimsins eiga enn eitthvað í land. Það hefur jafnframt orðið til þess að spurn eftir okkar vörum er minni. Olían er beintengd hagkerfinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK