Selja fyrir 150 milljónir í Símanum

Jóhann Möller, framkvæmdastjóri Stefnis.
Jóhann Möller, framkvæmdastjóri Stefnis. Ljósmynd/Aðsend

Fjárfestingasjóðir á vegum Stefnis hf. hafa selt 20 milljón hluti í Símanum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Um flöggunarskyldu er að ræða þar sem hlutur Stefnis er nú undir 5%, eða 4,78%. 

Sé miðað við gengi dagsins í dag, 7,55 kr. á hlut, má gera ráð fyrir að salan nemi um 150 milljónum kr. Verið er að losa um hlutdeild nokkurra sjóða á vegum Stefnis í Símanum. 

Gengi hlutabréfa Símans hefur hækkað umtalsvert frá upphafi árs. Þá stóð gengi bréfanna í 5,355 kr. en er nú líkt og fyrr segir 7,55 kr. á hlut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK