Ingibjörg nýr framkvæmdastjóri hjá Isavia

Ingibjörg Arnarsdóttir nýr framkvæmdastjóri á nýju sameinuðu sviði fjármála og …
Ingibjörg Arnarsdóttir nýr framkvæmdastjóri á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia Ljósmynd/Aðsend

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjármála-, mannauðs- og verkefnastjórnar hjá Reiknistofu bankanna. Þar hafði hún m.a. yfirumsjón með fjármálum fyrirtækisins, mannauðsmálum og verkefnastýringu.

Þar áður starfaði hún í átta ár hjá Valitor, fyrst sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og síðan sem framkvæmdastjóri stjórnunar- og mannauðs.

Svið fjármála og mannauðs hjá Isavia er önnur tveggja stoðeininga sem er hluti af móðurfélagi Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar. Sviðið sinnir þó jafnframt samstæðu Isavia í heild sinni.

Ingibjörg tekur sæti í framkvæmdastjórn Isavia og hefur störf þann 1. desember næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK