Sjö tillögur til að auka erlenda fjárfestingu

Viðskiptaráð leggur fram sjö tillögur til þess að efla erlenda …
Viðskiptaráð leggur fram sjö tillögur til þess að efla erlenda fjárfestingu hér á landi. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Viðskiptaráð Íslands hefur lagt fram sjö tillögur til þess að auka viðspyrnu með erlendri fjárfestingu þar sem verulega hefur dregið úr henni á síðustu árum og fjárfesting almennt leitað frá landinu.

„Til mikils er að vinna að snúa þróuninni við. Til þess þarf að kortleggja og draga úr beinum og óbeinum hindrunum eftir fremsta megni, en einnig tryggja fyrirsjáanlegt og gott rekstrarumhverfi. Viðskiptaráð hefur í því samhengi tekið saman nokkrar tillögur sem geta stuðlað að öflugri erlendri fjárfestingu hér á landi,“ segir í tilkynningu.

Í tillögunum felst meðal annars að hætta að innleiða regluverk EES með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er og að skapa hvata til að laða hingað til lands græna fjárfestingu, með nýjum lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga.

Tillögur Viðskiptaráðs eru sem hér segir:

1. Kortleggja og draga úr óþarfa hömlum

  • Draga úr hömlum á erlenda fjárfestingu sem eru almennt meiri hér en annars staðar.
  • Afnema tilkynningarskyldu nýfjárfestingar.
  • Auðvelda að stofna til reksturs og samskipti við stjórnsýslu með stafrænum lausnum.
  • Ríki og sveitarfélög sýni viljann í verki.

2. Einfalda regluverk

  • Auka fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi fyrirtækja með því að einfalda regluverk.
  • Hætta að innleiða EES regluverk með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er.

3. Samkeppnishæfara skattkerfi

  • Fjölga tvísköttunarsamningum við önnur lönd.
  • Skapa hvata til verðmætaskapandi fjárfestinga með skattkerfinu.
  • Vinna áfram að því að skapa hvata til rannsókna og þróunar (R&Þ).

4. Ný lög um ívilnanir til nýfjárfestinga

  • Skapa hvata til að laða hingað til lands græna fjárfestingu.

5. Auka skilvirkni gjaldeyrismarkaðarins

  • Rýmka heimildir til að eiga afleiðuviðskipti með íslensku krónuna.

6. Huga almennt að fjárfestingarumhverfinu

  • Ein af grunnstoðum samkeppnishæfni Íslands og til þess fallin að laða að fólk og fjármagn.
  • Endurskoða eiginfjárkröfur bankanna til að auka útlán og lækka fjármagnskostnað.
  • Auka þátttöku almennings á verðbréfamörkuðum með auknu valfrelsi í lífeyrissparnaði og skattalegum hvötum til hlutabréfafjárfestinga.

7. Efla markaðssetningu

  • Efla kynningarstarf um fjárfestingartækifæri og efnahagsumhverfið.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK