Mikil tækifæri í rekstri í Bretlandi

Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs. Ljósmynd/Aðsend

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson segist sjá tækifæri í umbreytingu á rekstri olíufélagsins Skeljungs. Sjálfur er hann stjórnarformaður félagsins en auk þess hefur hann leitt fjárfestahópinn Streng sem nú er með meirihluta í Skeljungi. Í miðopnuviðtali í ViðskiptaMogganum segir Jón Ásgeir Skeljung hafa verið spennandi fjárfestingarkost.

Hins vegar þurfi ákveðin stefnubreyting að eiga sér stað hjá fyrirtækinu. Hann útilokar ekkert hvað framtíðaráform Skeljungs varðar, en kveðst m.a. sjá mikil tækifæri í netverslun. Kórónuveirufaraldurinn hafi enn fremur flýtt þeirri þróun um heim allan. Jón Ásgeir segir að þrátt fyrir það sé Ísland enn talsvert á eftir í þróuninni.

Ræðir við erlenda aðila

Í viðtalinu greinir Jón Ásgeir frá því að viðræður hafi átt sér stað við öfluga erlenda aðila um aðkomu að fjármögnun ákveðinna verkefna á vegum Skeljungs. Aðspurður segir hann vel koma til greina að færa rekstur Skeljungs út fyrir landsteinana síðar. Þannig komi jafnframt til greina að selja dótturfélag olíufélagsins í Færeyjum, P/F Magn. Fjármagnið úr umræddri fjárfestingu megi jafnvel nýta til annarra fjárfestingarverkefna erlendis.

„Ég sé alveg fyrir mér að Skeljungur verði erlendis síðar meir. Ég horfi á þetta þannig að félagið er að stórum hluta í fjárfestingastarfsemi með því að eiga þennan rekstur í Færeyjum. Sú fjárfesting gerir lítið fyrir kjarnastarfsemina á Íslandi. Hugsanlega verður hægt að umbreyta þeirri fjárfestingu í aðra fjárfestingu erlendis,“ segir Jón Ásgeir sem kveðst horfa til Bretlands í því samhengi. Þar séu spennandi tækifæri, en athafnamaðurinn er með sterk tengsl þar eftir að hafa átt þátt í rekstri margra af stærstu vörumerkjum landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK