Uppgreiðslugjald til Hæstaréttar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að uppgreiðslugjald lántakenda að lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði á árunum 2005-2013 séu ólögleg hefur fengið flýtimeðferð og fer beint fyrir Hæstarétt.

Þetta staðfestir aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við mbl.is.

Samkvæmt dómi, sem féll í byrjun desember í fyrra, var ÍLS óheimilt að krefja lánþega um greiðslu upp­greiðslu­gjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 

Bjarni sagði á Alþingi 10. desember að óskað yrði eftir beinni meðferð fyrir Hæstarétti, fram hjá Landsrétti, til að málsmeðferðartíminn yrði sem stystur.

Í tilkynningu frá ríkinu eftir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur féll kom fram að innheimtir hefðu verið 5,2 ma.kr. í sam­bæri­leg­um upp­greiðslu­þókn­un­um og að ó­gjald­fall­in upp­greiðslu­gjöld virkra lána væru um 3 ma.kr., en gjöld­un­um var ætlað að mæta kostnaði sjóðsins af upp­greiðslu lána. Heild­ar hags­mun­ir vegna máls­ins væru því rúm­ir 8 millj­arðar króna. Þá kemur fram að málið nái til 8.500 lán­tak­enda með upp­greiðslu­gjald. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK