HR og Pure North Recycling endurvinna plast að fullu

Frá undirritun samstarfssamningsins. Frá vinstri til hægri, Sigurður Halldórsson framkvæmdastjóri …
Frá undirritun samstarfssamningsins. Frá vinstri til hægri, Sigurður Halldórsson framkvæmdastjóri Pure North, Gísli Hjálmtýsson sviðsforseti tæknisviðs HR, Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North, Kolbrún Eir Óskarsdóttir verkefnisstjóri hjá HR og Ari Kristinn Jónsson rektor HR. Ljósmynd/Aðsend

Háskólinn í Reykjavík og endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling í Hveragerði hafa stofnað til samstarfs um endurvinnslu plasts og annarra endurvinnanlegra efna á Íslandi. Samningur þess efnis var undirritaður í Háskólanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að markmiðið með samstarfinu sé „að efla íslenska hringrásarhagkerfið með plast og önnur endurvinnanleg efni í forgrunni, þróa nýjar leiðir til endurvinnslu og endurnýtingar plasts, auka sjálfvirkni í vinnslu og söfnun hráefna til endurvinnslu og efla fræðslu.“

Samstarfsverkefnið er hluti af landsátakinu Þjóðþrifum og verður unnið innan Rannsóknarseturs HR um sjálfbæra þróun. 

„Á samningstímanum mun sérfræðingar HR og nemendur háskólans meðal annars vinna rannsóknaverkefni um vistferilsgreiningu á plasti og greina inn- og útflæði plasts á Íslandi. Þá verða gerðar rannsóknir á eiginleikum endurunnins plasts og möguleikum til vöruþróunar og framtíðarnotkunar. Einnig er stefnt að því að fræða almenning og ungt fólk um þau verðmæti sem felast í endurunnu plasti og gera aðferðir við endurvinnslu og endurnýtingu plasts aðgengilegri fyrir einstaklinga, menntastofnanir og atvinnulífið,“ segir í tilkynningu Háskólans og Pure North Recycling.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, hjá Pure North segist þakklát og spennt fyrir samstarfinu og fullviss um að út úr samstarfinu komi eitthvað meiriháttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK