Mæla með sölu á eignarhlut í Íslandsbanka

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. Ófeigur Lýðsson

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar Alþingis mælir með því að hafist verði handa við undirbúning útboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og skráningu hlutanna á markað. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 

Þá telur Seðlabanki Íslands ljóst að jafnræði bjóðenda verði tryggt, auk þess sem fyrirhuguð sala er talin hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð.Þetta kemur fram í umsögnum nefndanna og Seðlabanka Íslands um greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Aðstæður mjög hagstæðar

Í umsögn meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar segir að tillaga Bankasýslunnar sé varfærin og sett fram við aðstæður sem ætla megi að séu hagstæðar til að taka fyrsta skref í að draga úr áhættu ríkisins af stórum eignarhlutum í fjármálakerfinu.

Með því að bjóða aðeins út takmarkaðan hluta eignar ríkisins og skrá hlutabréfin á opinberan verðbréfamarkað sé komið á virkri og gagnsærri verðlagningu hlutabréfanna án þess að skapa offramboð, enda sé markmiðið er að stuðla að hærra heildarverðmæti til lengri tíma,“ segir m.a. í umsögn efnahags- og viðskiptanefndar.  

Í niðurstöðu meirihluta nefndarinnar segir loks eftirfarandi: „Að teknu tilliti til framangreinds mælir meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar eindregið með því að hafist verði handa við undirbúning útboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og skráningu hlutanna á markað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK