Hefði viljað sjá hlutdeildarlánin ná til fleiri

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að hann hefði viljað sjá víðtækari tekjumörk fyrir hlutdeildarlán en varð að lokum niðurstaðan. Þá telur hann að útvíkka eigi úrræðið þannig að það gæti meðal annars nýst þeim sem eru að komast á eftirlaun eða fyrir fatlað fólk sem þarfnast þjónustuíbúða. Þetta kom fram í ávarpi hans fyrir Húsnæðisþing í dag.

Hlutdeildarlán eru úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga sem voru kynnt á síðasta ári. Ásmundur sagði að þetta væri úrræði til að brúa bilið milli þess sem lánastofnanir veita og þess sem nýir kaupendur eiga í eigin fé. Á það að gera tekjulægri kleift að komast í eigið húsnæði.

Í ávarpinu sagði hann þetta mjög mikilvægt fyrir ungt fólk sem ekki gæti stólað t.d. á foreldra eða ættingja við kaup fyrstu íbúðar. M.v. þær íbúðir sem eru í bígerð er útlit fyrir að framboð íbúða sem falla undir hlutdeildarlán verði um 400 íbúðir á ári á næstu árum að sögn Ásmundar. Sagði hann þessa leið vera framsetningu á því að landsmenn vildu nýta skattfé til að tryggja tekjulægri öruggt húsæði.

„Það náðist ekki samstaða um það“

Tók Ásmundur fram að hann hefði viljað sjá þetta sem víðtækara úrræði. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Það náðist ekki samstaða um það,“ sagði hann og bætti við að einhverstaðar þyrfti þó að byrja. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og sagði Ásmundur að þar í landi, þegar reynsla var komin á kerfið, hafi það verið útvíkkað yfir á fólk sem er að detta á eftirlaun og fyrir fatlað fólk sem þarfnast þjónustuíbúða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK