Tekjurnar drógust saman um 88%

AFP

Tekjur breska flugfélagsins EasyJet drógust saman um tæplega 90% á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs samanborið við sama tímabil ári fyrr.

Stjórnendur flugfélagsins vara við því að vegna stöðunnar verði dregið úr umsvifum félagsins á öðrum ársfjórðungi.

Tekjurnar voru 165 milljónir punda á tímabilinu sem lauk 31. desember sem er 88% samdráttur miðað við rekstrarárið á undan. Einungis var flogið um 18% af flugáætlun tímabilsins vegna Covid-19. 

Á yfirstandandi ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur í rekstrarári EasyJet, verður framboðið um 10% minna en á sama tíma í fyrra vegna þeirra ferðatakmarkana sem í gildi eru. 

EasyJet segir að vegna samdráttar sé búið að segja upp 1.400 starfsmönnum. 

Í nóvember birti EasyJet ársuppgjör sitt og var það í fyrsta skipti í 25 ára sögu félagsins sem það var rekið með tapi fyrir skatta. Á þeim tíma var verið að segja upp 4.500 starfsmönnum eða tæplega þriðjungi allra starfsmanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK