Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl

Prentmet Oddi færir út kvíarnar.
Prentmet Oddi færir út kvíarnar. mbl.is/​Hari

Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi. Boðið verður upp á öfluga alhliða prentþjónustu þar sem persónuleg þjónusta verður í fyrirrúmi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Prentmet Oddi þekkir vel til rekstrar prentsmiðja utan höfuðborgarsvæðisins en félagið hefur um langt skeið rekið starfsstöðvar bæði á Akranesi og Selfossi. Gunnhildur Helgadóttir hefur tekið til starfa sem útibústjóri. Auk hennar munu fimm aðrir starfsmenn Ásprents Stíls starfa í útibúinu á Akureyri.

Ásprent Stíll er rótgróin prentsmiðja stofnuð árið 1975 af Árni Sverrissyni en rekstur prentsmiðjunnar má þó rekja allt til ársins 1901. Prentsmiðjan hefur því þjónustað íbúa og atvinnulíf á Norðurlandi svo áratugum skiptir og mun gera það áfram.

Hafa sterkar taugar til Akureyrar

„Við erum spennt að takast á við þetta verkefni en við höfum sterkar taugar til Akureyrar enda kynntumst við hjónin þar í skólaferðalagi fyrir rétt rúmum 30 árum.“ Vöruúrval verður eflt og kjörorð Prentmet Odda, hraði, gæði og persónuleg þjónusta verða höfð að leiðarljósi í starfseminni,“ segja hjónin og eigendur Prentmet Odda, Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir. Þau stofnuðu Prentmet árið 1992 og árið 2019 keypti fyrirtækið rekstur Prentsmiðjunnar Odda.

Þau segja það forsendu þess að að ráðast í þetta verkefni og til að tryggja umsvif fyrirtækisins á Akureyri að eiga gott samstarf við KEA um endurreisn rekstrarins, m.a. með viðskiptasamningum um prentun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK