Uppsagnir hjá Coripharma

Coripharma.
Coripharma.

Lyfjafyrirtækið Coripharma hefur sagt upp níu manns. Aðspurð segir Jónína Guðmundsdóttir forstjóri að uppsagnirnar tengist kórónuveirunni. Fyrirtæki sem Coripharma var að pakka fyrir ákvað að taka hluta af pökkunarverkefninu aftur til sín. 

Ekki er um hópuppsögn að ræða þar sem segja þarf upp að minnsta kosti 10% starfsmanna til þess en þeir eru yfir 130 hjá fyrirtækinu.

Coripharma sinnir þjónustuverkefnum fyrir önnur lyfjafyrirtæki og hefur ráðið fólk inn tímabundið vegna þeirra.

Dregið úr lyfjasölu

Almennt hefur dregið úr lyfjasölu í heiminum vegna Covid-19 þar sem fólk fer ekki eins mikið út úr húsi og áður. Þar með hefur minnkað þörf fyrir þjónustufyrirtæki og er því mikilvægt að Coripharma sníði stakk eftir vexti miðað við verkefnastöðuna hverju sinni, segir Jónína.

Hún segir fyrirtækið annars vera í vaxtafasa. Þessi aðgerð sé vonandi tímabundin og horft sé til aukins vaxtar í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK