Aftur farið fram á gjaldþrot Viljans

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans.
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farið hefur verið fram á gjaldþrot Útgáfufélags Viljans ehf., sem er útgefandi samnefnds fjölmiðils sem Björn Ingi Hrafnsson rekur og ritstýrir. Krafan verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi 11. mars.

Björn Ingi segir í samtali við mbl.is að um sé að ræða litla kröfu og það komi honum á óvart að gjaldþrotakrafan hafi verið sett fram. Segir hann að málið verði afgreitt strax í dag og muni ekki hafa áhrif á rekstur miðilsins.

Þetta er í annað skiptið á hálfu ári sem farið er fram á gjaldþrot félagsins, en síðasta haust var það sýslumaðurinn á Vesturlandi sem fór fram á gjaldþrot. Í þetta skiptið er það lífeyrissjóðurinn Gildi sem fer fram á að héraðsdómur samþykki gjaldþrotabeiðnina.

Síðasta haust var krafan um gjaldþrotaskiptin afturkölluð, en Björn Ingi sagði við það tilefni að hann hefði fundið fyrir miklum velvilja í Covid-19-slagnum, en hann hefur verið áberandi á upplýsingafundum almannavarna um faraldurinn og gaf í fyrra út bókina Vörn gegn veiru: Ísland og baráttan við Covid-19. Sagði Björn Ingi að margir hefðu pantað af honum bókina og viljað auglýsa á miðlinum í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK