Hagnaður Eikar nam 693 milljónum

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir liðið ár hafa verið …
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir liðið ár hafa verið krefjandi. mbl.is/Styrmir Kári

Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 693 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um 2.275 milljónir frá árinu 2019. Munar þar langmestu um að matsbreytingar fjárfestingareigna voru jákvæðar um 594 milljónir í fyrra en höfðu verið jákvæðar um 2.170 milljónir ári fyrr.

Rekstrartekjur námu 8.345 milljónum og drógust þær saman um 311 milljónir milli ára. Rekstrarkostnaður lækkaði einnig milli tímabila, nam 2.885 milljónum og dróst saman um 179 milljónir króna. Virðisrýrnun viðskiptakrafna jókst mjög milli ára og nam 421 milljón í stað 31 milljónar árið 2019.

Segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri félagsins, að árið 2020 hafi verið krefjandi. Áhersla hafi verið lögð á að veita leigutökum aðstoð þar sem hennar var þurfi, ekki síst með sveigjanleika þegar kom að greiðslum.

Fjárfestingareignir Eikar voru metnar á 98,4 milljarða króna í árslok 2020 og höfðu aukist frá fyrra ári þegar þær voru metnar á 95,9 milljarða króna. Eigið fé félagsins stóð í 33,2 milljörðum og hafði dregist saman um 350 milljónir.

Skuldir námu 72,8 milljörðum og höfðu aukist um ríflega 2.800 milljónir milli ára. Var eiginfjárhlutfall félagisns 31,3%. Stjórn Eikar mun leggja það til við aðalfund félagsins 25. mars að greiddur verði út arður til hluthafa að fjárhæð 650 milljónir króna.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK