Vilja selja sinn hlut í Alvogen

Um 200 starfa fyrir Alvogen á Íslandi.
Um 200 starfa fyrir Alvogen á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stærsti hluthafi Alvogen, alþjóðlega fjárfestingarfélagið CVC Capital Partners, vinnur nú að sölu á öllum hlut sínum í lyfjafyrirtækinu. Þetta kemur fram í fylgiblaði Fréttablaðsins, Markaðnum, í dag.

Samkvæmt heimildum Markaðarins eru viðræður um sölu langt komnar en CVC kom fyrst inn í hluthafahóp Alvogen árið 2015, þegar sjóðurinn, ásamt Temasek, leiddi hóp fjárfesta sem keypti samanlagt um 69 prósenta hlut í fyrirtækinu.

Leiðrétt klukkan 11:40 Alvogen hefur sent frá sér athugasemd vegna þessarar fréttar og segir hana ranga. 

CVC Capital Partners er ekki að selja hlut sinn í fyrirtækinu líkt og fram kom í frétt Markaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fulltrúa CVC í stjórn Alvogen, Tomas Ekman. Hann segir að CVC ætli sér að eiga áfram fjárfestinguna í Alvogen og systurfélagi þess, Alvotech. 

Ekki fást staðfestar upplýsingar um væntanlegan kaupanda að hlut CVC, sem á liðlega helming í Alvogen, en að sögn þeirra sem þekkja vel til standa yfir viðræður við alþjóðlegan fjárfestingasjóð.

Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvogen, er á meðal stærstu hluthafa lyfjafyrirtækisins í gegnum fjárfestingarfélagið Aztiq Pharma sem á um 30 prósenta hlut. Samtals starfa um 2.800 manns hjá Alvogen á heimsvísu en þar af eru um 200 á Íslandi.

Í síðustu viku breytti lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s horfum Alvogen í Bandaríkjunum úr stöðugum í neikvæðar og vísaði til þess að endur fjármögnunaráhætta félagsins hefði aukist og því væri ólíklegt að markmið þess um að ná skuldum undir fimmfaldri EBITDA á þessu ári muni nást.

Ítarlega er fjallað um stöðu Alvogen í Markaðnum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK