VÍS segir óvissu með verktryggingu

Skrifstofubygging sem steypt hefur verið upp verður kláruð af öðrum …
Skrifstofubygging sem steypt hefur verið upp verður kláruð af öðrum verktaka en ÍAV. 105 Miðborg hefur rift samningi við fyrirtækið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggingafélagið VÍS hefur sent frá sér yfirlýsingu um að óvíst sé hvort skilyrði til að ganga að verktryggingu að fjárhæð 500 milljónir króna sé uppfyllt.

Um er að ræða verktryggingu sem 105 Miðborg slhf. keypti hjá fyrirtækinu í tengslum við stórframkvæmd á Kirkjusandi. Í ViðskiptaMogganum í morgun var greint frá því að 105 Miðborg hafi í lok febrúar rift samningi við Íslenska aðalverktaka sem annast hefur uppbygginguna á síðustu árum. Er verkefnið langt komið en þó er aðeins lokið við uppsteypu á ríflega 7.000 fermetra skrifstofuhúsnæði sem blasir við vegfarendum á Sæbraut.

VÍS segir að verktrygging upp á 500 milljónir muni hafa …
VÍS segir að verktrygging upp á 500 milljónir muni hafa óveruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, jafnvel þótt á hana verði dregið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bendir VÍS í tilkynningu, sem tryggingafélagið sendi á Kauphöll Íslands í morgun að ef gengið verði að tryggingunni sé félagið að fullu endurtryggt og að fjárhagsleg áhrif vegna þess séu óveruleg á starfsemi VÍS.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK