Hafnar fréttum af meintum þrýstingi

Frá höfuðstöðvum Íslandspósts.
Frá höfuðstöðvum Íslandspósts. mbl.is/Hari

„Þetta er auðvitað fráleitt og bara rangt. Ég er ekki að skipa þessa stjórn og er ekki í neinni stöðu til þess að beita þrýstingi,“ segir Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Íslandspósts. Vísar hann í máli sínu til fréttar Viðskiptablaðsins í morgun þar sem greint er frá því að hann hafi reynt að fá ákveðnum aðilum bolað úr stjórninni. 

Í fréttinni segir enn fremur að Bjarni hafi farið þess á leit við fjármála- og efnahagsráðherra að íhuga að skipta út stjórnarmönnum sem ítrekað spyrja spurninga. Stjórn Íslandspósts samanstendur af einum fulltrúa frá hverjum ríkisstjórnarflokki auk eins frá Flokki fólksins og Viðreisn. 

Stjórnin unnið vel saman

Segir Bjarni að fréttin sé einfaldlega röng. Þá sé hann að heyra af umræddum sögusögnum í fyrsta sinn. Aðspurður segir hann að ráðuneytið fylgist vel með rekstri Íslandspósts. „Ráðuneytið hefur fylgst vel með því sem hefur verið að gerast undanfarin ár. Fulltrúar þeirra hafa fundað með stjórn og fyrirtækinu en ráðuneytið er með skýra sýn á starfsemina.“

Aðalfundur Íslandspósts fer fram á morgun. Þar verður lagður fram nýr ársreikningur auk þess sem ný stjórn verður kosin. Að sögn Bjarna hefur núverandi stjórn unnið þrekvirki. „Stjórnin hefur unnið vel saman í erfiðu verkefni. Hún hefur gert kraftaverk með fyrirtækið síðustu misseri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK