Virðast hafa klúðrað bólusetningum

Steinn Logi Björnsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, segir að íslensk ferðaþjónusta eigi að geta rétt hratt úr kútnum ef bólusetningu miðar hratt áfram. Það eigi ekki síst við um stöðu mála á helstu mörkuðum erlendis.

Hins vegar skipti einnig máli hvernig takist til hér heima og svo virðist sem illa hafi verið haldið á þeim málum af hálfu stjórnvalda síðustu mánuði.

„Aðalmálið er hvenær við getum opnað okkar landamæri, hvenær opna Schengen-landamærin og kannski ekki síst hvenær við verðum bólusett, hvenær við verðum tilbúin. Það virðist vera einhvern veginn algjört klúður hér á landi í þessum málum. Maður óttast að helstu markaðir verði „ready“ en við ekki „ready“,“ segir Steinn Logi um málið.

Steinn Logi er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum.

Þátturinn er opinn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK