Starfsgildum fækkaði um 120 hjá Póstinum í fyrra

Íslandspóstur.
Íslandspóstur. mbl.is/​Hari

Starfsgildum hjá Íslandspósti fækkaði um 120 milli ára, en í árslok 2020 voru 601 stöðugildi hjá fyrirtækinu, en höfðu verið 721 árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem kynntur var í dag.

Líkt og greint hafði verið frá fyrr í dag var hagnaður félagsins 104 milljónir samanborið við 511 milljóna tap árið áður.

Rekstrartekjur félagsins lækkuðu milli ára, voru 7.457 milljónir í fyrra, en 7.745 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður var 675,7 milljónir en var 265,6 milljónir árið áður og fór svokallað EBITDA hlutfall í 9,1% en hafði verið 3,4% árið áður.

Íslandspóstur lækkaði vaxtaberandi skuldir á árinu um rúmlega 300 milljónir og voru þær 1.635 milljónir í árslok 2020. Haldbært fé frá rekstri nam 1.023 milljónum en hafði verið 562 milljónir í árslok árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK