355 milljarða króna sekt

AFP

Samkeppniseftirlit Kína hefur gert netversluninni Alibaba að greiða 18,2 milljarða júana í sekt fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Þetta samsvarar 355 milljörðum króna.

Alibaba, sem stofnað var af Jack Ma, er ein stærsta netverslun heims og um leið eitt verðmætasta fyrirtæki í heimi. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að það sætti sig við sektina og á mánudag verði birtar áætlanir þess um hvernig viðskiptahættir þess verði aðlagaðir kröfum eftirlitsins.

Stjórnvöld í Kína hafa undanfarið rannsakað starfsemi stórfyrirtækja í landinu og hefur rannsóknin einkum beinst að Alibaba og viðskiptaháttum þess. Rannsóknin hófst í desember. 

Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kemur fram að allt frá árinu 2015 hafi Alibaba misnotað markaðsráðandi stöðu sína á innanlandsmarkaði. Þetta hafi hamlað samkeppni og haft alvarleg áhrif á keppinauta sem og þá sem koma nýir inn á markaðinn með tilheyrandi áhrifum á verslun og neytendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK