Play sækir fimm milljarða og Birgir nýr forstjóri

Félagið Play hyggur á að hefja flug til og frá …
Félagið Play hyggur á að hefja flug til og frá Íslandi. mbl.is/Hari

Félagið Play hefur tryggt sér 40 milljónir dala í lokuðu hlutafjárútboði, eða um fimm milljarða króna. Þá mun Birgir Jónsson taka við sem forstjóri félagsins, en hann var áður forstjóri Íslandspósts. Stefnir félagið á að sækja frekari fjárfestingu með skráningu á First North-markaðinn í Kauphöllinni í júní. Þetta er staðhæft í frétt á vef Fréttablaðsins í dag.

Fram kemur að meðal þeirra sem leggi Play til fjármagn séu fjárfestingafélagið Stoðir, fjárfestar á bak við heildverslunina Mata, fjárfestingafélagið Fiskisund sem Einar Örn Ólafsson leiðir og lífeyrissjóðirnir Birta og Lífsverk. Segir Fréttablaðið að hinir nýju hluthafar muni eignast mikinn meirihluta í Play.

Birgir hefur reynslu af flugrekstri, en hann var áður tvisvar framkvæmdastjóri Iceland Express og einu sinni aðstoðarforstjóri Wow air. Fyrst var Birgir framkvæmdastjóri  Iceland Express árin 2004-2006, en svo aðeins í tíu daga árið 2011. Hann var ráðinn til Wow air í nóvember 2014 og var þar í tæplega eitt ár.

Birgir Jónsson var áður forstjóri Íslandspósts.
Birgir Jónsson var áður forstjóri Íslandspósts. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK