Sigríður tekur við af Ólafi sem fjármálastjóri

Sigríður Vala Halldórsdóttir er nýr framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá …
Sigríður Vala Halldórsdóttir er nýr framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Sjóvá.

Sigríður Vala Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Sjóvá og tekur sæti í framkvæmdastjórn. Tekur hún þar við af Ólafi Njáli Sigurðssyni, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála og þróunar frá árinu 2009. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Ólafur hafi óskað eftir því að láta af störfum, en hann hefur auk þess gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sjóvá-Almennra líftrygginga frá 2010.

Sigríður Vala hefur starfað hjá Sjóvá síðastliðin 5 ár þar sem hún hefur gegnt stöðu forstöðumanns hagdeildar ásamt því að sitja í fjárfestinganefnd félagsins. Sigríður Vala starfaði á árunum 2008-2015 í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og hjá Creditinfo árin 2015-2016 sem forstöðumaður viðskiptastýringar.

Sigríður Vala situr í stjórn HS Veitna hf. og SÝN hf. Sigríður Vala er með M.Sc.-próf í iðnaðarverkfræði frá University of Minnesota og B.Sc.-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Sigríður Vala lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK