Viðsnúningur í kortaveltu

Kortavelta Íslendinga erlendis nam níu milljörðum króna og dróst saman …
Kortavelta Íslendinga erlendis nam níu milljörðum króna og dróst saman um 2% milli ára miðað við fast gengi. mbl.is/Hari

Alls nam velta innlendra greiðslukorta í mars tengd verslun og þjónustu innanlands 74 milljörðum króna og jókst um 24% milli ára miðað við fast verðlag. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Kortavelta Íslendinga erlendis nam níu milljörðum króna og dróst saman um 2% milli ára miðað við fast gengi. Samanlagt jókst kortavelta um 20% milli ára í mars miðað við fast gengi og fast verðlag sem er mikil breyting frá því sem verið hefur síðustu mánuði. 

„Það mátti búast við því að viðsnúningur á 12 mánaða þróun myndi mælast nokkur í mars þar sem nú er verið að bera saman tímabil þar sem takmarkanir á neyslu fólks vegna Covid-faraldursins voru við lýði bæði fyrir og eftir,“ segir í Hagsjánni.

Ef bornar eru saman tölur marsmánaðar í fyrra við marsmánuð 2019 þegar engin áhrif voru af Covid-faraldrinum, sést að kortavelta innanlands eykst um 15% miðað við fast verðlag en dregst saman um 44% erlendis miðað við fast gengi.

Á fyrsta ársfjórðungi mældist kortavelta Íslendinga alls 2% meiri en í fyrra, mæld á föstu verðlagi. Kortavelta innanlands jókst um 11% en dróst saman um 35% erlendis. Þetta er í fyrsta sinn síðan á fjórða ársfjórðungi árið 2019 sem aukning mælist milli ára í kortaveltu Íslendinga á stökum ársfjórðungi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK