Hagnaðurinn líklega rúmum milljarði meiri

Vátryggingafélag Íslands, VÍS.
Vátryggingafélag Íslands, VÍS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt drögum að árshlutauppgjöri fyrsta ársfjórðungs er vænt afkoma Vátryggingafélags Íslands hagstæðari en afkomuspá gerði ráð fyrir, að því er segir í tilkynningu. Ástæðan fyrir betri afkomu er sögð vera hærri ávöxtun fjáreigna á þessum fyrsta ársfjórðungi. 

Samkvæmt drögunum er hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðungi rúmlega 1,9 milljarðar króna fyrir skatta og áætlar VÍS nú að hagnaður ársins 2021 fyrir skatta verði um 3,8 milljarðar króna.

Hins vegar hafði afkomuspá félagsins, sem birt var 29. janúar síðastliðinn, gert ráð fyrir að hagnaður ársins 2021 fyrir skatta yrði tæplega 2,6 milljarðar króna. Munurinn er því um 1,2 milljarðar króna.

Uppfærð spá vegna ársins 2021 verður birt samhliða birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs 29. apríl næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK