Verðsveiflur en bjart yfir

Útlit er fyrir þokkalega sölu til veitingahúsa vestanhafs í sumar.
Útlit er fyrir þokkalega sölu til veitingahúsa vestanhafs í sumar. mbl.is/Line Falck

Verð sjávarafurða hefur staðið í stað en olían hækkað í verði. Fyrir vikið hafa viðskiptakjör á þennan mælikvarða gefið eftir, enda þarf að greiða meira fyrir olíuna við veiðar.

Þetta kemur fram í greiningu Analytica fyrir ViðskiptaMoggann.

Verð sjávarafurða hefur farið hækkandi á öldinni en olíuverðið sveiflast mikið. Verð á olíu er nú undir meðallagi á öldinni en er hátt miðað við lægstu gildi í kórónuveirufaraldrinum.

Áfram útlit fyrir hátt verð

Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood International, segir verð sjávarafurða hafa verið sögulega hátt undanfarið.

„Það hefur verið gífurlega hátt verð á afurðum og líklegt að svo verði áfram. Mögulega gæti orðið örlítil verðlækkun í ferskum fiski út af auknu framboði Norðmanna. Annars eru allar afurðir í góðum málum. Við erum til dæmis nýkomin úr loðnuvertíð sem gaf mikið fyrir þjóðarbúið,“ segir Friðleifur. Markaðurinn með sjávarafurðir hafi verið sterkur í kórónuveirufaraldrinum sem muni meðal annars birtast í tölum yfir aflaverðmæti í mars síðastliðnum.

Spurður hvaða áhrif tilslakanir á samkomutakmörkunum muni hafa á eftirspurn erlendra veitingahúsa segir Friðleifur að þær muni gjörbreyta stöðunni. „Þá sérstaklega í Suður-Evrópu. Til dæmis eru hnakkastykki dýrasti hlutinn af dýrustu tegundinni okkar, sem er þorskur, hvort sem þau eru fersk eða frosin. Það er dýrasta afurðin sem Íslendingar framleiða og mikið af henni fer á veitingastaði. Þegar veitingahúsageirinn opnast – meðal annars á Spáni, í Portúgal, á Ítalíu og á Grikklandi – munum við sjá góða eftirspurn og sterkan markað.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK