Sóknarfæri í loftslagsmálum – streymi frá ársfundi Samáls

Sóknarfæri í loftslagsmálum er yfirskrift ársfundar Samáls sem streymt verður á mbl.is kl. 14. Þar verður m.a. fjallað um stöðu og horfur í áliðnaði, hvað hefur áunnist og frekari markmið í loftslagsmálum, endurvinnslu og hringrásarhagkerfinu.

„Það er sterk bylgjuhreyfing í átt að kolefnishlutleysi í áliðnaði á heimsvísu,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, í fréttatilkynningu. „Á fundinum munum við rýna í tækifærin og velta því upp hvernig best sé að sækja fram á því sviði.“

Gunnar Guðlaugsson, stjórnarformaður Samáls og forstjóri Norðuráls, ræðir stöðu og horfur í áliðnaði og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flytur ávarp.

Í pallborði um sóknarfæri í umhverfismálum verða Guðrún Þóra Magnúsdóttir, leiðtogi umhverfismála og rannsóknastofu hjá Isal, Steinunn Dögg Steinsen, framkvæmdastjóri umhverfis- og öryggissviðs Norðuráls, og Fiona Solomon, framkvæmdastjóri ASI, Aluminium Stewardship Initiative.

Í pallborði um samkeppnishæfni íslenskrar álframleiðslu verða Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Guðrún Sævarsdóttir, dósent í verkfræði við Háskólann í Reykjavík, Bjarni Már Gylfason, leiðtogi samfélagsmála og samskipta hjá Isal, og Eoin Dinsmore, yfirmaður greiningarsviðs áliðnaðar hjá CRU.

Nýr tónheimur opnast með alúfóni, nýju hljóðfæri Sinfóníunnar sem er gjöf frá Samál, og innlit verður í framleiðslu á hringrásarvænum vörum hönnunarfyrirtækisins Fólks í Reykjavík.

Fundarstjóri er Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, og pallborðum stýrir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK