Vilja að allar eigur ÍAV verði kyrrsettar

Búið er að selja nær allar íbúðir á Kirkjusandi og …
Búið er að selja nær allar íbúðir á Kirkjusandi og íbúar eru fluttir inn í mikinn meirihluta þeirra. Baldur Arnarson

Fagfjárfestasjóðurinn 105 Miðborg slhf., sem sér um uppbyggingu á Kirkjusandsreitnum í Reykjavík, hefur lagt fram kyrrsetningarbeiðni á allar eignir verktakafyrirtækisins ÍAV.

Eins og fram kom í ViðskiptaMogganum í gær hafði ÍAV áður óskað eftir kyrrsetningu á eignum 105 Miðborgar slhf., sem er í stýringu hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka, vegna uppbyggingar félagsins á Kirkjusandi.

Í málinu er deilt um frágang á annað hundrað íbúða á Kirkjusandi, en ÍAV sá um uppbygginguna þar til 105 Miðborg rifti samningum við fyrirtækið í febrúar sl.

Sorglegt útspil

Jónas Þór Jónasson, framkvæmdastjóri 105 Miðborgar, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrrsetningarbeiðni ÍAV sé sorglegt útspil í málinu og fráleit krafa. „Kyrrsetning er íþyngjandi úrræði sem óskað er eftir þegar kröfur eru réttmætar og hætta er á að fjármagni verði komið undan. Staðreyndin er hins vegar sú að 105 Miðborg er vel fjármagnaður sjóður með eignir umfram skuldir upp á fjóra milljarða króna,“ segir Jónas.

Hann bendir að auki á að sjóðurinn starfi samkvæmt skýrum lögum og reglum og lúti opinberu eftirliti. Þá er sjóðurinn í eigu sterkra fagfjárfesta, banka og lífeyrissjóða. „Þetta er lokaður sjóður sem aldrei hefur verið greitt út úr, nema til framkvæmdaaðila. Þeir hafa fengið alla sína reikninga greidda.“

Lestu meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK