Flugvél Play „komin í keppnislitina“

Flugvél Play hefur verið máluð í einkennislit flugfélagsins.
Flugvél Play hefur verið máluð í einkennislit flugfélagsins. Facebook/Play

Fyrsta flugvél Play hefur verið máluð í „keppnislitunum“. Von er á vélinni til landsins í mánuðinum, en fyrsta áætlunarflug flugfélagsins verður til Lundúna 24. júní. 

Play hóf sölu á flugmiðum til sjö áfangastaða í Evrópu 18. maí. Félagið mun fljúga til Lundúna, Alicante, Barcelona, Berlínar, Kaupmannahafnar, París og Tenerife. Flug á aðra áfangastaði en Lundúnir hefst í júlí. 

Í flugþota Play verða alls þrjár Airbus A321neo-farþegaþotur fyrir 192 farþega. Sú fyrsta, TF-AEW, verður tek­in í notk­un eins og áður sagði 24. júní en hinar eru vænt­an­leg­ar í júlí. All­ar flug­vél­arn­ar eru í eigu AerCap. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK