Hlutafjárútboði Íslandsbanka lýkur kl. 12

Íslandsbanki er á leið í kauphöllina.
Íslandsbanki er á leið í kauphöllina. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag klukkan 12 lýkur hlutafjárútboði Íslandsbanka sem hófst á mánudaginn í síðustu viku.

Í gær kom fram í tilkynningu á vef bankans að líkur væru á því að lægri tilboð en 79 krónur á hvern hlut í útboðinu yrðu ekki samþykkt, en leiðbeinandi verð útboðshluta er á bilinu 71 til 79 krónur.

Miðað við 79 króna söluverð er markaðsverðmæti Íslandsbanka að loknu útboðinu 158 milljarðar króna.

Til sölu eru að lágmarki 25% af útgefnu og útistandandi hlutafé bankans en heimilt verður, sem hluti af útboðinu, að stækka útboðið í allt að 35% af útgefnu útistandandi hlutafé bankans. Það myndi skila ríkinu rúmlega 55 milljörðum króna. Að kvöldi fyrsta dags útboðsins tilkynnti bankinn að þá þegar hefðu borist áskriftir fyrir meira en 35% hlut í bankanum.

Stefnt er að því að taka hlutabréf í Íslandsbanka til viðskipta í kauphöllinni eftir að útboðinu lýkur. Bankinn mun þá verða þriðja stærsta félagið í Kauphöllinni á eftir Marel og Arion banka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK