Áhugi erlendis kemur „skemmtilega á óvart“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ánægður með árangurinn í …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ánægður með árangurinn í nýafstöðnu hlutafjárútboði Íslandsbanka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir nýafstaðið hlutafjárútboð Íslandsbanka hafa heppnast einkar vel og að mikið ánægjuefni sé að sjá áhuga bæði almennra og erlendra fjárfesta á íslenskum banka. Það sé ekki eitthvað sem við höfum átt að heilsa hér á landi síðustu ár. 

„Við vorum með markmið um að ná dreifðri eignaraðild og vildum gjarnan fá þátttöku almennings í þessu útboði. Það hefur gengið bara fullkomlega eftir og er mjög ánægjulegt,“ segir Bjarni við mbl.is. 

Til boða stóð 35% eignarhlutur í Íslandsbanka sem ríkið hefur nú boðið út sem nemur um 12,5% eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Sem fyrr er stærstur eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum. 

Bjarni segir að svo virðist sem eignarhald erlendra aðila í bankanum verði um 10% miðað við þátttöku þeirra í útboðinu. Það segir hann mikið gleðiefni. 

„Áhugi að utan kemur skemmtilega á óvart. Það var alls ekki fyrir séð að við myndum fá áhuga frá erlendum fjárfestum um að kaupa hlut í íslenskum banka. Það felur í sér traustsyfirlýsingu í garð íslenska bankakerfisins og íslensks efnahags.“

Bjarni telur að hlutur ríkisins verði alltaf seldur til fulls …
Bjarni telur að hlutur ríkisins verði alltaf seldur til fulls á endanum, og gildir þá einu hver tekur við fjármálaráðuneytinu eftir kosningar í vor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Planið að klára Íslandsbanka áður en farið verður í Landsbankann

Bjarni segir að erfitt sé að ímynda sér að Íslandsbanki verði ekki seldur til fulls miðað við undirtektir almennings í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Hins vegar segir hann ljóst, spurður um nána framtíð, að frekari sala í Íslandsbanka muni ekki fara fram á þessu kjörtímabili. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því. 

„Sko eftir þetta vel heppnaða útboð geri ég ekki ráð fyrir að það verði mikil andstaða við það að ríkið losi sig við sína eignarhluti í Íslandsbanka. Enda hefur það aldrei verið markmiðið með Íslandsbanka sérstaklega, að halda í hlut ríkisins í lengri tíma. Manni sýnist nú, þegar horft er aftur í tímann, að það hafi verið samstaða þvert á flokka um að losa um hlutinn. Þetta hefur meira snúist um aðferðafræði, en eftir að þetta skref hefur verið tekið get ég ekki ímyndað mér að það verði andstaða við áframhaldandi sölu nema þá bara á þá leið að markaðsaðstæður skulu vera hagstæðar.“

Landsbankinn verður enn um sinn að stórum parti í eigu …
Landsbankinn verður enn um sinn að stórum parti í eigu ríkisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni segir hins vegar að eigendastefna ríkisins kveði á um að ríkið haldi eftir duglegum hlut sínum í Landsbankanum. Það samrýmist eignastefnu sem gangi út frá því að ríkið haldi eftir ráðandi hlut í allavega einum banka með höfuðstarfsemi á Íslandi. Samt sem áður vill hann Landsbankinn verði skráður á markað. 

„Eigendastefnan segir að við viljum halda ráðandi hlut í Landsbankanum,“ segir Bjarni. 

„Ég sé það þannig fyrir mér að við myndum skrá bankann, létta þannig á eignarhaldi ríkisins en halda eftir sterkri eignaraðild ríkisins – við gætum verið með allt að helmings hlut í eigu hins opinbera en á sama tíma með bankann skráðan. Við höfum lagt á þetta áherslu í tengslum við Landsbankann til þess að ríkið fari með ráðandi eignarhlut í að minnsta kosti einum kerfislega mikilvægum banka á Íslandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK