Vöxtur tekinn við af samdrætti í framleiðsluiðnaði

Ál er stór hluti útflutnings.
Ál er stór hluti útflutnings. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vöxtur er nú tekinn við af samdrætti í íslenskum framleiðsluiðnaði að sögn Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, en velta í greininni er að aukast eftir að hafa dregist saman allt frá árinu 2019. „Þetta er m.a. afleiðing vaxandi spurnar eftir iðnaðarvörum á innlendum og erlendum mörkuðum,“ segir Ingólfur í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann segir að vöxtur greinarinnar skipti miklu máli fyrir viðsnúning hagkerfisins. „Framleiðsluiðnaðurinn er stór grein í íslensku efnahagslífi en á síðasta ári skapaði hún um 7% landsframleiðslunnar sem er um 677 milljarðar króna. Í greininni störfuðu í fyrra 16,6 þúsund manns að jafnaði en það er um 8% allra starfandi í landinu.“

Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins.
Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins. mbl.is/Hari

Sést í matvælaiðnaði

Vöxt í innlendri eftirspurn má meðal annars sjá í matvælaiðnaði en samdráttur var í veltu þess hluta framleiðsluiðnaðarins nær allt síðastliðið ár. „Einnig sjáum við nú vöxt í útflutningstekjum af iðnaðarvörum. Sú þróun skiptir miklu máli en greinin skapaði í fyrra rétt um 299 milljarða króna eða 48% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins af útflutningi vöru. Vöxturinn sem við sjáum er bæði í rótgrónum fyrirtækjum og einnig nýjum.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK