Á leið með ákafari hætti inn í netverslun

Finnur segir einkarétt á áfengissölu í raun ekki lengur til …
Finnur segir einkarétt á áfengissölu í raun ekki lengur til staðar. Kristinn Magnússon

Finnur Oddsson forstjóri Haga segir í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann að í grundvallaratriðum séu Hagar nú á leið með ákafari hætti inn í verslun á netinu. Þess sé ekki langt að bíða.

„Við munum útfæra okkar netverslun þannig að hún hugnist viðskiptavinum okkar en uppfylli um leið langtíma rekstrarleg markmið um afkomu,“ segir Finnur.

Spurður hvort til skoðunar sé að byggja vöruhús þar sem vélmenni tína til vörur, eins og gert er í nágrannalöndunum, segir Finnur að sjálfvirkni í starfsemi netverslana hafi afgerandi áhrif á möguleika á hagkvæmum rekstri. Stóra spurningin fyrir Ísland sé hvort stærð markaðarins réttlæti að leggja í slíka fjárfestingu. Eftir því sem hlutfall launakostnaðar af heildarrekstrarkostnaði hækki, eins og gerst hefur hérlendis undanfarin ár, þá verði fjárfesting í sjálfvirkni hlutfallslega hagkvæmari kostur.

Hálfkjánalegt að gera upp á milli verslana

Í samtalinu ræðir Finnur einnig um sölu áfengis, en Hagar eru umsvifamiklir í áfengissölu í gegnum verslanir ÁTVR.

„Það hefur verið áhugavert að fylgjast með verslun með áfengi að undanförnu og í raun má segja að ekki sé lengur til staðar raunverulegur einkaréttur á sölu áfengis hérlendis. Allir eldri en tvítugir geta keypt sér áfengi í netverslun hér á landi, en að nafninu til þarf hún bara að vera erlend. Það er auðvitað hálfkjánalegt að gera þannig upp á milli verslana sem þjóna að lokum sama hópi, viðskiptavinum á Íslandi.“

Lestu ítarlegt viðtal við Finn í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK