Lækkaði laun sín fyrir starfsfólkið – sex árum síðar

Price ásamt starfsmanni sínum Rositu sem hann segir hafi veitt …
Price ásamt starfsmanni sínum Rositu sem hann segir hafi veitt honum innblástur til að hækka launin. Twitter/Dan Price

Dan Price, stofnandi og for­stjóri banda­rísku greiðsluþjón­ust­unn­ar Gra­vity, ákvað fyrir sex árum síðan að hækka laun starfsmanna sinna um rúmlega helming upp í 70 þúsund Bandaríkjadali á ári, en meðallaun í Bandaríkjunum voru þá tæplega 27 þúsund á ári.

Til þess að verða að launahækkuninni lækkaði Price eigin laun um 90 prósent og seldi meðal annars eitt af tveimur húsum sem hann átti.

Launahækkunin vakti mikla athygli vestanhafs, enda þekkist það ekki í miklum mæli þarlendis að forstjórar fyrirtækja taki á sig launalækkun fyrir starfsfólkið sitt.

Í morgunþætti CBS var nú, sex árum síðar, tekið viðtal við Price að nýju og staða Gravity könnuð. Þar kemur fram að fyrirtækið sé enn í fullu fjöri, en margir töldu það enda í þroti þegar fréttirnar af launahækkuninni bárust fyrst.

Starfsfólk Gravity. Launahækkunin vakti mikla athygli vestanhafs, enda þekkist það …
Starfsfólk Gravity. Launahækkunin vakti mikla athygli vestanhafs, enda þekkist það ekki í miklum mæli þarlendis að forstjórar fyrirtækja taki á sig launalækkun fyrir starfsfólkið sitt. Facebook/Dan Price

Buðust til að lækka launin sín í faraldrinum

Þar kemur einnig fram að starfsmannaveltan hafi dregist saman um 50 prósent, enda eru allflestir ánægðir með launin sín. Þar að auki hafi orðið stór bylgja barneigna hjá starfsfólkinu „vegna þess að við eigum fyrir því,“ orðaði starfsmaður fyrirtækisins það.

Þegar mest lét í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum buðust starfsmenn til þess að lækka launin sín um allt að 70 prósent svo að fyrirtækið næði að halda sér á floti gegn um erfiðasta tímabilið.

Sjálfur er Price með 70 þúsund dollara í laun á ári, líkt og aðrir starfsmenn fyrirtækisins, þrátt fyrir að vera forstjóri og stofnandi.

Vann á MacDonalds og hélt því leyndu

Price segir í færslu á facebooksíðu sinni að hann hafi tekið ákvörðunina um að hækka launin þegar hann komst að því að starfsmaður hjá honum, Rosita, hafi alla daga farið á MacDonalds eftir vinnu og unnið þar fram á kvöld til þess að ná endum saman.

Þáttinn má sjá hér:

Tíst frá Price:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK