Svara gagnrýni frá Mjólkursamsölunni

Ólafur M. Magnússon,
Ólafur M. Magnússon, mbl.is/Eyþór

Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi mjólkurbúanna KÚ og Mjólku, gerir athugasemdir við yfirlýsingu Mjólkursamsölunnar (MS) vegna fylgiblaðs Fréttablaðsins í fyrradag sem hét Fögnum frelsinu – samkeppnin lifi.

„MS var dæmt í Héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti fyrir ósannsögli og að villa um fyrir Samkeppniseftirlitinu (SE) og leyna gögnum, það eru alveg ný tíðindi að þeir séu boðberar sannleikans, enda minnist forstjórinn ekki á hinar meintu rangfærslur einu orði. Viðbrögð þeirra eru fyrirsjáanleg og þeim til skammar, þeir mun án efa ráðast í persónulega aðför að forstjóra Samkeppniseftirlitsins og undirrituðum ef ég þekki þá rétt, í stað þess að líta í eigin barm, dæmdir menn.

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Undirritaður er persónulega útgefandi, ábyrgðarmaður og sá sem greiðir kostnað við útgáfu blaðsins. Undirritaður er ekki keppinautur MS á nokkurn hátt, hætti öllum afskiptum af úrvinnslu á mjólkurvörum fyrir fjórum árum,“ skrifaði Ólafur í athugasemdinni.

Samræmist hluverkinu

MS gagnrýndi Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, fyrir að veita viðtal í umræddu blaði. Leitað var viðbragða Páls Gunnars, sem sagði í skriflegu svari að Samkeppniseftirlitið hefði það hlutverk að tala fyrir markmiðum samkeppnislaga. Þar á meðal væri að fylgjast með þróun í samkeppnis- og viðskiptaháttum, birta umfjöllun um það og benda stjórnvöldum á leiðir til að gera samkeppni virkari.

„Í þessu felst að Samkeppniseftirlitinu er ætlað það hlutverk að taka þátt í umræðu um samkeppnismál. Það gerir það með því að birta efni á heimasíðu sinni, taka þátt í fundum, birta skýrslur, pistla eða greinar, jafnframt því að bregðast við beiðnum um viðtöl, líkt og í þessu tilfelli.

Svör mín í viðtalinu sem þú spyrð um eru byggð á dómi Hæstaréttar í máli sem varðaði MS, auk þess sem ég vísaði til og reifaði umfjöllun og niðurstöður sem áður hafa birst í ákvörðunum og álitum eftirlitsins.

Viðtalið sem MS gerir að umtalsefni í yfirlýsingu sinni samræmist því fyllilega lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og hefur ekki áhrif á hæfi mitt eða eftirlitsins til að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þess má geta að MS hefur áður látið reyna á hæfi mitt og eftirlitsins til þess að fjalla um samkeppnisaðstæður á mjólkurmarkaði og málefni MS og féllst Hæstiréttur Íslands ekki á kröfur fyrirtækisins, sbr. dóm í máli nr. 558/2007, frá 10. apríl 2008,“ sagði m.a. í svari Páls Gunnars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK