Glænýtt tekjuform listgeirans

Stofnendur Uppkasts, Stefán Örn Þórisson og Arnar Arinbjarnarson.
Stofnendur Uppkasts, Stefán Örn Þórisson og Arnar Arinbjarnarson.

Listafólk hefur val um þrenns konar tekjumöguleika í streymisveitunni Uppkasti sem hefja mun göngu sína á næstu vikum. Hægt er að vera með lifandi streymi og selja inn á viðburðinn í gegnum streymið (e. Pay-Per-View) og er þá greitt eftir áhorfsfjölda. Eftir að upptöku lýkur verður áfram hægt að kaupa viðburðinn að ákveðnum tíma liðnum. Að því loknu færist viðburðurinn inn í áskriftarfyrirkomulag.

„Þetta mun henta vel fyrir bæði tónleikahald, hljómsveitir, leikhópa, dansara eða uppistandara, möguleikarnir eru endalausir. Val um þrenns konar tekjumöguleika er glænýtt tekjuform innan listageirans. Þetta er það sem við köllum langhalatekjumódel sem teygir anga sína inn í flestallan efnivið Uppkasts. Fólk getur þannig haft tekjur af efninu sínu langt inn í framtíðina,“ segja aðstandendur Uppkasts, þeir Stefán Örn Þórisson og Arnar Arinbjarnarson í samtali við Morgunblaðið.

Í ViðskiptaMogganum í gær var sagt frá því að Síminn væri á meðal fjárfesta í verkefninu. Aðrir fjárfestar eru Ólafur Andri Ragnarsson, Jónas Björgvin Antonsson, Jón Gunnar Jónsson og Halldór H. Jónsson. Þá er Arcur ráðgjöf, sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði fjármála, stefnumótunar og sérhæfðrar ráðgjafar, meðal hluthafa Uppkasts.

Allt klárt fyrir útsendingar

Þeir Stefán og Arnar segja að efnisveitan sé sú fyrsta af sinni tegund hér á landi þar sem fólki gefst kostur að miðla þekkingu sinni til áskrifenda og hafa af því tekjur í leiðinni eftir því hversu mikið efnið er spilað.

Uppkast hefur að sögn Stefáns og Arnar tekið á leigu 300 fermetra húsnæði með 60 fermetra stóru sviði þar sem allt verði til staðar fyrir hvers kyns menningarviðburði. „Hér verður allt klárt fyrir útsendingar, myndavélar, ljósa- og hljóðbúnaður svo hver sem er getur mætt sér að kostnaðarlausu og tekið upp efni fyrir veituna.“

Þá bjóða þeir upp á fullbúið eldhús fyrir þá sem vilja taka upp matreiðsluþætti.

Ítarlegri umfjöllun um Uppkast má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK