Ctrl eða Delete? Forstjórar tæknirisa sem hætta

Samsett mynd af lógóum tæknifyrirtækja.
Samsett mynd af lógóum tæknifyrirtækja. AFP

Jack Dorsey, sem er nýhættur sem forstjóri Twitter, hefur bæst við langan lista tæknigúrúa sem hafa hætt í fyrirtækjunum sem þeir stofnuðu. En hvað verður til þess að þeir hætta – og er það gott fyrir viðskiptin?

Náungar á borð við Bill Gates hjá Microsoft og Jeff Bezoz hjá Amazon, sem áttu þátt í að skapa stórveldi í tækniheiminum í Kísildalnum í Kaliforníu sem hafa mikil áhrif á okkar daglega líf, hafa leyft öðrum að taka við keflinu.

„Það er mikið talað um mikilvægi þess að fyrirtæki sé „stofnanda-stjórnað“. Þegar allt kemur til alls finnst mér það verulega takmarkandi,“ sagði Dorsey í uppsagnarbréfi sínu, en hann tók þátt í stofnun Twitter árið 2006.

Bill Gates.
Bill Gates. AFP

Áður hafa forstjórar tæknirisa hætt af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna heilsufars eða löngunar til að prófa eitthvað annað. Steve Jobs var með krabbamein í brisi þegar hann sagði upp sem forstjóri Apple árið 2011. Aðeins sex vikum síðar var hann allur.

Gates hætti aftur á móti sem forstjóri Microsoft árið 2000 til að einbeita sér að mannúðarstörfum sínum, á meðan Bezos hefur síðan í júlí einbeitt sér að geimferðafyrirtækinu Blue Origin.

„Það er ekki óalgengt að stofnandi missi áhugann,“ sagði tæknisérfræðingurinn Rob Enderle.

„Þegar fyrirtæki stækkar breytast margir hlutir,“ sagði hann við AFP. „Þú ferð frá því að vera með puttana í öllu yfir í það að sjá um stjórnun og pólitík.“

Parag Agrawal (til vinstri), nýr forstjóri Twitter, ásamt Jack Dorsey …
Parag Agrawal (til vinstri), nýr forstjóri Twitter, ásamt Jack Dorsey á samsettri mynd. AFP

Hvað Dorsey varðar virðist hann hafa meiri áhuga núna á öllu sem tengist rafmynt. „Hann er ekki lengur það áhugasamur um Twitter,“ sagði Enderle.

Benti hann á að þegar Donald Trump var Bandaríkjaforseti hafi hann notað Twitter sem gjallarhorn áður en hann var gerður þaðan brottrækur. Öll vandræðin í kringum þetta höfðu sín áhrif á Dorsey. „Ég held að dramað og pólitíkin hafi legið þungt á honum og greinilega hefur aðaláhersla hans undanfarið snúst um bitcoin,“ sagði Enderle.

Áframhaldandi áhrif

Það að hætta sem forstjóri þarf þó ekki endilega að tákna að stofnandi tæknirisa kúpli sig algjörlega út úr fyrirtækinu. Stofnendur Google, Larry Page og Sergey Brin, eru báðir ráðandi hluthafar í fyrirtækinu og eru í stjórn móðurfyrirtækisins Alphabet.

Bezos er áfram í stjórnunarstöðu hjá Amazon og hefur gefið í skyn að hann vilji „taka þátt í mikilvægum ákvörðunum Amazon“.

Hann á einnig um 10 prósent hlutabréfa í Amazon, sem eru um 180 milljarða dollara virði.

Jeff Bezos.
Jeff Bezos. AFP

Þeir sem hafa byggt upp sumar af vinsælustu vefsíðum heimsins hafa oft bent á mikilvægi þess að láta aðra taka við keflinu sem eru reyndir úr viðskiptaheiminum og eiga auðveldara með að stjórna milljarða-fyrirtækjum.

Áhætta getur þó fylgt því að mati Enderle. „Stofnandinn leitast oft við að varðveita fyrirtækið,“ sagði hann og nefndi IBM sem dæmi sem um fyrirtæki sem tók dýfu eftir að „mismunandi stjórnendur komu þangað inn“.

„Framkvæmdastjórarnir sem tóku við einbeittu sér í auknum mæli að skammtímagróða í stað þess að horfa á að halda velli til langs tíma,“ sagði Enderle. „Þess vegna hafa mjög fá fyrirtæki enst í 100 ár vegna þess að sú hringrás fer af stað eftir að stofnandinn fer.“

Zuckerberg næstur?

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, er eini stofnandinn í Kísildalnum sem enn er í sama starfinu. Undanfarið hafa samt verið uppi vangaveltur um stöðu hans.

Móðurfélag Facebook fékk nýverið nafnið Meta í kjölfar erfiðleikatímabils. Uppljóstrarinn Frances Haugen, birti skjöl þar sem kom fram að Facebook hafi vitað að síður fyrirtækisins væru á ýmsan máta skaðlegar. Hún segir að fyrirtækið geti ekki lagfært sín vandamál tengd öryggismálum á meðan Zuckerberg er enn við stjórnvölinn.

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP

Heimildarmenn innan Facebook segja að Zuckerberg hafi meiri tögl og haldir í fyrirtækinu en gengur og gerist annarsstaðar en hann hefur verið þar við völd frá stofnun árið 2004.

„Zuck lærði aldrei almennilega að vera forstjóri,“ segir Enderle. „Mistökin sem hann hefur gert voru alvarleg og höfðu í för með sér mikla hættu fyrir Facebook. Þetta eru mistök sem ég tel að reyndur forstjóri hefði getað komið í veg fyrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK