Guðrún og Magnús bætast í eigendahóp KPMG

Guðrún Björk Stefánsdóttir og Magnús Ólafur Kristjánsson koma ný inn …
Guðrún Björk Stefánsdóttir og Magnús Ólafur Kristjánsson koma ný inn í eigendahóp KPMG. Ljósmynd/Samsett/KPMG

Guðrún Björk Stefánsdóttir og Magnús Ólafur Kristjánsson eru ný í eigendahópi KPMG, en þau hafa bæði starfað hjá KPMG um árabil. Greint er frá þessu í tilkynningu frá félaginu.

Guðrún Björk hefur unnið hjá ráðgjafarsviði KPMG í 15 ár og verið einn helsti sérfræðingur félagsins í gerð fjárhagslegra áreiðanleikakannana. Hún hefur leitt flestar þær áreiðanleikakannanir sem framkvæmdar hafa verið af KPMG á undanförnum árum.

Hún er með masterspróf í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og vann í bankakerfinu áður en hún hóf störf hjá KPMG, lengst af í SPRON. Hún hefur einnig starfað hjá KPMG í Danmörku í tvö ár.

Magnús er Vopnfirðingur en hefur búið og starfað hjá KPMG á Akureyri í rúm tuttugu ár. Magnús er með próf í hagfræði og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Magnús hefur unnið að mörgum verkefnum í ráðgjöf og reikningshaldi og hafa einkum sjávarútvegsfyrirtæki og sveitarfélög notið hans aðkomu á liðnum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK