Lætur Covid ekki stoppa sig

Búið er að loka Pizzunni á Reykjavíkurvegi og hylja alla …
Búið er að loka Pizzunni á Reykjavíkurvegi og hylja alla glugga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pítsukeðjan Pizzan, næststærsta flatbökukeðja á landinu, hefur lokað veitingastað sínum á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að lengi hafi staðið til að loka staðnum. Hann hafi verið orðinn gamall og lúinn, auk þess sem búðin hafi verið lítil og óhentug.

„Eftir að við opnuðum nýjan veitingastað Pizzunnar við Litlatún í Garðabæ í fyrra var engin skynsemi í að vera með stað jafn stutt í burtu og Pizzan á Reykjavíkurvegi var,“ segir Ólafur og bætir við að það hafi alltaf verið stefnan að komast aftur í Garðabæinn.

Fyrsti veitingastaður Pizzunnar var einmitt opnaður í Smiðsbúð í Garðabænum árið 1998, en honum var síðar lokað. „Nýi staðurinn í Garðabænum hefur gengið vel,“ segir Ólafur.

Átta staðir

Hann segir að salan hafi almennt gengið vel hjá Pizzunni í ár. „Fólk hefur ekki látið Covid stoppa sig í að fá sér pítsu.“

Eftir lokunina á Reykjavíkurvegi rekur Pizzan átta veitingastaði. Þeir eru auk staðarins í Garðabæ við Strandgötu í Hafnarfirði, í Núpalind í Kópavogi, í Hverafold, við Hringbraut, í Fellsmúla og í Lóuhólum í Reykjavík, ásamt Pizzunni á Glerártorgi á Akureyri.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út þriðjudaginn 7. desember.

 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK