Festi fær milljarða á silfurfati

Bensínstöð N1.
Bensínstöð N1. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hörð gagnrýni kemur fram á Reykjavíkurborg fyrir að hafa eftirlátið Festi, sem rekur bensínstöðvar undir merkjum N1, að skipuleggja íbúðabyggingar á bensínstöðvarreitnum við Ægisíðu, þegar ljóst sé að lóðarleigusamningurinn renni út eftir nokkur ár og lóðin gangi að óbreyttu aftur til borgarinnar. Með þessu færi borgin Festi fjármuni, sem nemi allt að 2 milljörðum króna, eftir því hvernig um semst um sölu byggingarréttar, segja íbúar í hverfinu, sem Morgunblaðið ræddi við.

Festi hefur kynnt áform um að reisa 13-15.000 m² byggingar á reitnum, en lóðin er um 6.000 m² á stærð. Heimild er fyrir að reisa allt að fimm hæða byggingar þar, en hvernig sem því verður farið er ljóst að þarna yrði um mjög mikið byggingarmagn að ræða og byggingarhlutfallið hátt.

Við blasir að byggingarland á þessum stað er eftirsótt og verðmætt. Sem fyrr segir á borgin lóðina, en með því að eftirláta N1 byggingarrétt og skipulag reitsins vakna spurningar um almannahag.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK