Sér fyrir sér níu Lemon-staði í borginni

Unnur Guðríður segir að viðsnúningur hafi orðið í rekstri Lemon.
Unnur Guðríður segir að viðsnúningur hafi orðið í rekstri Lemon. Kristinn Magnússon

Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri og einn eigenda fyrirtækisins, telur að höfuðborgarsvæðið rúmi níu Lemon-staði. „Ég hef fulla trú á þeirri tölu, en maður þarf að passa sig að opna ekki of marga, svo maður lendi ekki í samkeppni við sjálfan sig,“ segir Unnur í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann.

Fjórir Lemon-staðir eru nú á höfuðborgarsvæðinu og er sá nýjasti í Olís í Norðlingaholti.

Í skoðun er að opna Lemon-staði á fleiri Olís-stöðvum og mögulega einnig inni í Hagkaupsverslunum. „Það er verið að skoða samstarf með Hagkaup, m.a. með opnun á nýjum Lemon-stað í Hagkaup Garðabæ síðar á árinu.“

Unnur, sem eignaðist stóran hlut í félaginu árið 2015 og hóf sjálf störf hjá því 2018, segir að tímabilið 2017-2018 hafi staða félagsins ekki verið góð og breytingar verið nauðsynlegar til að koma því á réttan kjöl. „Ég ákvað því að henda mér í djúpu laugina og takast á við verkefnið. Við náðum svo að snúa rekstrinum við á ótrúlegan hátt. Tap ársins 2018 var þrjátíu milljónir króna en strax árið eftir vorum við búin að snúa því í tíu milljóna króna hagnað.“

Farið var í „hreingerningu“ til að ná fyrrnefndum árangri og rýnt í alla þætti rekstursins. Hverjum steini var snúið við. „Það var mjög hollt fyrir okkur að gera það. Við skoðuðum kostnað við allt frá tónlist á stöðunum upp í bílamálin og allt þar á milli. Lykilatriðið var þó að þetta mátti ekki bitna á gæðunum og þjónustunni.“

Lestu meira í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK