Norski olíusjóðurinn tútnar út

Ljósmynd/Colourbox

Norski eftirlaunasjóðurinn, sem er oft nefndur norski olíusjóðurinn, hagnaðist verulega á liðnu ári að sögn norska yfirvalda, eða um 1,6 billjónir norskra króna. Það samsvarar um 23,3 billjónum íslenskra kr. 

Þessi jákvæðu tíðindi má rekja til fjárfestinga sjóðsins í bandarískum hlutabréfum. Þetta er jákvæð ávöxtun upp á 14,5%. 

Heildarverðmæti sjóðsins eru metin á um 12,3 billjónir norskra króna, eða um það bil 180 billjónir íslenskra króna. Þetta er eitt arðbærasta ár í sögu sjóðsins sem var settur á laggirnar árið 1990.  Oystein Olsen, seðlabankastjóri Noregs, sagði að árið 2021 hefði gefið vel af sér. 

Talsmenn seðlabankans hafa þó tekið fram að það væri ekkert víst að svona tölur myndu sjást aftur í náinni framtíð. Trond Grande, aðstoðarframkvæmdastjóri fjárfestinga hjá norska seðlabankanum, segir m.a. að menn verði að búa sig undir niðursveiflu.  

Eignasafn sjóðsins var um 72% í hlutabréfum í lok árs 2021. Það óx um 20,8%, en sjóðurinn fjárfesti aðallega í félögum í orku-, fjármála- og tæknistarfsemi í Bandaríkjunum. Þrjú stærstu fyrirtækin sem sjóðurinn fjárfesti í eru tæknirisarnir Apple, Microsoft og Alphabet, sem er móðurfélag Google. 

Alls á sjóðurinn hlutabréf í rúmlega 9.000 fyrirtækjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK