Mikill fjöldi vill sitja í stjórn Festi

Festi hf. er eignarhaldsfélag fimm rekstrarfélaga og snýr starfsemi félagsins …
Festi hf. er eignarhaldsfélag fimm rekstrarfélaga og snýr starfsemi félagsins að fjárfestingum og stoðþjónustu við rekstrarfélög sín, Bakkann vöruhótel, ELKO, Festi Fasteignir, Krónuna og N1. mbl.is/Árni Sæberg

Allt að 30 manns hafa sýnt áhuga á stjórnarsetu í stjórn Festi, að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Í blaði dagsins segir að ásóknin sé talin „fyrirboði breytinga“.

Þar kemur fram að Guðjón Reynisson stjórnarformaður vilji gegna stöðu sinni áfram en ekki hefur fengist staðfest hvort allir aðrir stjórnarmenn muni gefa kost á sér. 

Málið er sagt viðkvæmt en „fyrirhuguð hallarbylting“ er sögð tengjast markmiði nýrrar stjórnar til að reyna að endurráða Eggert Þór Kristófersson sem forstjóra.

Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrr í júní hafði stjórn Festi forgöngu að samtali við Eggert þór um starfslok hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK