Ardian fær lengri frest

Míla er dótturfélag Símans.
Míla er dótturfélag Símans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkeppniseftirlitið hefur fallist á ósk franska fjárfestingasjóðsins Ardian um framlengdan frest til rannsóknar á mögulegum kaupum hans og Mílu frá Símanum. 

Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. 

Það segir að óskir hafi komið fram til þess að skapa ráðrúm fyrir frekari viðræður á milli Samkeppniseftirlitsins og Ardian. 

Nýr frestur til rannsóknar á samrunnanum er nú tuttugu virkir dagar, eða til 15. september næstkomandi. 

Í upphaflegri tilkynningu Samkeppniseftirlitsins var fresturinn sagður vera til 8. september. Það hefur nú verið leiðrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK