Íbúðamarkaður sýnir merki kólnunar

Verð á fjölbýli stóð næstum í stað, á meðan verð …
Verð á fjölbýli stóð næstum í stað, á meðan verð á sérbýli hækkaði meira en áður. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli júní og júlí. Það er mun minni hækkun en hefur sést á síðustu mánuðum og bendir til þess að farið sé að hægja á verðþróun eftir tímabil mikilla hækkana, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans.

Hækkanir á vísitölu íbúðaverðs hafa verið um 2-3% á mili mánaða frá áramótum. 

Fjölbýli hækkar um 0,5% en sérbýli hækkar

Mikill munur er á verðþróun sérbýlis og fjölbýlis en fjölbýli hækkaði eingöngu um 0,5% milli mánaða, sem er minnsta hækkun á fjölbýli síðan í júlí í fyrra. Sérbýli hækkaði hins vegar um 3,7% milli mánaða, sem er meiri hækkun en á síðustu mánuðum. 

Vegin árshækkun íbúðaverðs mælust nú 25,5%, hækkun á fjölbýli mælist 25,/% og sérbýli 25,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK