Tix skiptir um nafn á heimsvísu

Sindri Már Finnbogason, Hrefna Sif Jónsdóttir og Kjell Arne Orseth
Sindri Már Finnbogason, Hrefna Sif Jónsdóttir og Kjell Arne Orseth Ljósmynd/Aðsend

Hugbúnaðarfyrirtækið Tix sem annast miðasölu fyrir fjölda viðburða- og mennningarhúsa víða um heim mun nú ganga undir nafninu Tixly á heimsvísu. Nafnið Tix verður þó áfram notað hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Einnig segir að Hrefna Sif Jónsdóttir hafi verið ráðin nýr framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins á heimsvísu. Tekur hún við hlutverkinu af stofnandanum, Sindra Má Finnbogasyni, sem hyggst einbeita sér alfarið að þróun miðasölukerfisins.

Hrefna var áður rekstrarstjóri Tix og miðasölustjóri Hörpu. 

„Við ætlum okkur að ná enn frekari árangri á þeim mörkuðum sem við störfum á. Okkar markmið er skýrt: að veita bestu mögulegu þjónustu til menningar- og viðburðarhúsa í Evrópu og Norður-Ameríku,“ er haft eftir Hrefnu í tilkynningu. 

Nýr stjórnarformaður og Tixly á Bandaríkjamarkað

Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth tekur þá við sem stjórnarformaður frá og með 1. nóvember. Hann hefur starfað síðustu 17 ár hjá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster og var síðast aðstoðarframkvæmdastjóri yfir Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku en innan Ticketmaster hefur hann einnig starfað sem framkvæmdastjóri yfir starfsemi fyrirtækisins í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Ítalíu. 

Tixly var stofnað árið 2014 og á síðustu árum hefur fyrirtækið sett upp miðasölukerfi fyrir öll helstu leik- og tónlistarhús í Noregi, Danmörku, Færeyjum, Svíþjóð, Hollandi, Belgíu, Finnlandi og Bretlandi. Nýverið hóf fyrirtækið svo innreið sína á Bandaríkjamarkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK