Landslög gilda en málið til skoðunar

Íslendingar munu halda sig við gildandi landslögð að öllu óbreyttu, …
Íslendingar munu halda sig við gildandi landslögð að öllu óbreyttu, að sögn ríkisskattstjóra.

Upplýsingar um eigendur fyrirtækja á opinberum vettvangi brjóta gegn friðhelgi einkalífsins, samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins. 

Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í nóvember og í framhaldinu hafa ríki í Evrópu lokað fyrir slíkar upplýsingar um eigendur fyrirtækja í kjölfar úrskurðarins.

Lúxemborg og Holland riðu á vaðið á dögunum, að sögn Financial Times og telur blaðið að fleiri fylgi í kjölfarið. 

Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir í svari við fyrirspurn mbl.is að Íslendingar muni halda sig við gildandi landslög að öllu óbreyttu en segist að svo stöddu ekki geta sagt mikið um málið. Dómurinn og áhrif hans séu til skoðunar í ráðuneytinu. 

„Við fréttum af þessum dómi í síðustu viku og möguleg áhrif hans eru í skoðun hjá okkur og menningar- og viðskiptaráðuneyti nú um stundir. Að öllu óbreyttu þá höldum við okkur við gildandi landslög varðandi birtingu á raunverulegum eigendum félaga til almennings. En við munum auðvitað þurfa að skoða þetta vel og meta hvort og þá hvaða áhrif þessi dómur hefur hér á landi,“ segir Snorri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK