Birkir nýr forstjóri TM

Birkir Jóhannsson, nýr forstjóri TM.
Birkir Jóhannsson, nýr forstjóri TM. Ljósmynd/Aðsend

Birkir Jóhannsson er nýr forstjóri TM, dótturfélags Kviku banka, og tekur hann við af Sigurði Viðarssyni. Þá mun Birkir einnig taka sæti í framkvæmdastjórn samstæðu Kviku.

Í tilkynningu frá TM kemur fram að Birkir hafi undanfarin misseri gegnt stöðu framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi og stafrænna lausna hjá VÍS og hefur hann mikla reynslu af fjármálamörkuðum.

Áður en hann hóf störf hjá VÍS starfaði Birkir m.a. hjá Birti Capital Partners, Valitor, Arion banka og Lögmönnum Höfðabakka. Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og aflað sér réttinda sem héraðsdómslögmaður.

Þegar breytingar sem tilkynntar voru þann 5.12 sl. verða komnar til framkvæmda mun framkvæmdastjórn samstæðu Kviku samanstanda af framkvæmdastjórn Kviku banka, forstjóra TM, framkvæmdastjóra Kviku eignastýringar og framkvæmdastjóra Kviku Securites í London.

Í framkvæmdastjórn TM sitja auk Birkis: Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri fjárfestinga, Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu, Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri trygginga, og Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs.

„Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf hjá TM og kynnast því frábæra starfsfólki sem þar starfar. Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum tryggingamarkaði á síðastliðnum árum. Samhliða því eru að verða breytingar á þeim samskipta- og dreifileiðum sem neytendur kjósa. TM og Kvika eru í kjörstöðu til að nýta sér þessar breytingar og er ég stoltur af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð,“ er haft eftir Birki í tilkynningu TM.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK