Icelandair Cargo tekur breiðþotu í notkun

Fraktvélin umrædda.
Fraktvélin umrædda.

Icelandair Cargo hefur tekið við sinni fyrstu Boeing 767 breiðþotu sem félagið hyggst nýta í fraktflug.

Flugvélin kom til landsins á dögunum og flýgur sitt jómfrúar fraktflug til Liége í Belgíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Flugvélin flaug lágflug yfir Reykjavíkurflugvöll síðdegis í dag. Flogið verður til New York og Chicago auk Liége þrisvar sinnum í viku.

Félagið á von á annarri samskonar þotu í byrjun næsta árs og hyggst félagið þá hefja beint fraktflug til Los Angeles auk þess að auka tíðni fraktfluga til áðurnefndra áfangastaða.

Tvöfalt meiri flutningsgeta og lengri drægni

Icelandair Cargo hefur boðið upp á fraktflug með tveimur Boeing 757 fraktvélum um árabil samhliða því að nýta farþegaflug undir fraktflutninga.

Breiðþoturnar koma til með að skapa fjölmörg ný tækifæri fyrir inn- og útflutningsaðila en þær hafa tvöfalt meiri flutningsgetu og flugdrægni þeirra mun lengri, að því er segir í tilkynningunni.

„Við eru mjög spennt að hefja fraktflug á breiðþotum. Umsvif okkar í fraktflutningum hafa aukist mikið undanfarin ár og munu nýju vélarnar skapa enn meira rými til vaxtar. Við höfum skýra framtíðarsýn um að byggja upp fraktmiðstöð á Keflavíkurflugvelli fyrir vöruflutninga á milli Evrópu og Norður-Ameríku, auk þess sem Asía gæti bæst við í framtíðinni.

Með því að bæta við tengingum opnast ný og spennandi tækifæri fyrir íslenska inn- og útflutningsaðila, sérstaklega hvað varðar flutninga á ferskvörum,“ er haft eftir Gunnari Má Sigurfinnssyni, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo, í tilkynningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK